Þetta er verkefni á vegum Höllu Einarsdóttur fyrir Listhópa Hins hússins, skapandi sumarstörf. Markmið verkefnisins er að taka myndir í miðbæ Reykjavíkur af fólki og góma það eins og það birtist í augnabliki sumarsins. Hengja svo fjölbreyttar og litríkar myndirnar upp í gluggum verslana og skapa þannig ákveðna stemmingu og auka spenningin þegar fólk gengur niður Laugaveginn. Í þessu litla samfélagi sem við búum í eru allar líkur á því að þú munir þekkja einhvern af þessum 80 sem birtast í búðargluggunum eða jafnvel sjá þig sjálfa(n). Ef ekki þá líklegast á þessari síðu þar sem allar myndirnar verða settar inn á veraldarvefinn. Augnablik mun ná hinum sanna miðbæjar anda í gegnum sumarlinsuna.
No comments:
Post a Comment