Tuesday, June 1, 2010

1.


Terry Klein
Hvert er erindi þitt í miðbæinn?
Leita að reykvískum strákum og njóta þess að vera hér.



Lizzie and Anthony
Hvert er erindi ykkar í miðbæinn?
Í dag erum við að skoða listasöfn ofl. sem tengist Listahátíðinni.




Marcus, Pia og Julia
Hvert er erindi ykkar í miðbæinn?
Við komum til Íslands til að fara á hestbak og gistum útí sveit. En ákváðum að taka einn dag hérna í miðbænum og skoða okkur um.


Gerður G. S.
Hvert er erindi þitt í miðbæinn?
Hér á ég heima og fór með barnabarnið í göngutúr.


Erich Luz
Hvert er erindi þitt í miðbæinn?
Ég er í ferðalagi með fjölskyldunni um Ísland og það byrjar hér í miðbænum.



Kamilla Henriau og Eyja Orradóttir
Hvert er erindi ykkar í miðbæinn?
Við erum í hádegishléi.


Ólafur Thorsson
Hvert er erindi þitt í miðbæinn?
Ég er að byrja daginn minn á kaffi, í hádeginu.



Jóna Hlíf Halldórsdóttir.

Hvert er erindi þitt í miðbæinn?
Ég bý í miðbænum. Fór í göngutúr með litlu stelpuna mína og kíkti á uppáhalds kaffihúsið mitt, Kaffismiðjuna.

No comments:

Post a Comment